Stjórn Festi hf. hefur staðfest fyrir sitt leyti drög að samningum við Reykjavíkurborg um fækkun bensínstöðva, sem lögð verða fyrir borgarráð til kynningar þann 24. júní nk. Samningarnir eru gerðir á grundvelli samningsmarkmiða Reykjavíkurborgar frá 7. maí 2019, sem lögð hafa verið til grundvallar í viðræðum borgaryfirvalda við rekstraraðila og lóðarhafa bensínstöðvalóða í borginni og fela meðal annars í sér tímabundna framlengingu lóðarleigusamninga og gerð samninga um uppbyggingu lóða í samræmi við samningsmarkmið Reykjavíkurborgar á nýjum uppbyggingarsvæðum, dags. 31. janúar 2019. Trúnaður ríkir að öðru leyti um efnisatriði samningsdraganna þar til þau hafa verið kynnt fyrir borgarráði.



© OMX, source GlobeNewswire - EU Press Releases